Menu
Fjölskylduvænn pastaréttur með ostasósu

Fjölskylduvænn pastaréttur með ostasósu

Hér sameinast tvennt sem gerir góðan pastarétt. Annars vegar vel matreitt brokkolí og hins vegar ostasósa. Þessi pastaréttur getur vel hentað öllum aldurshópum og er hugsaður sem slíkur.

Gott ráð: Það er alltaf sniðugt að geyma smá pastasoð þegar verið er að elda pasta sem fær á sig sósu af ýmsu tagi. Ef sósan er ekki næg og rétturinn of þurr, þá bjargar soðið alltaf málunum. Eins er gott að hella soði saman við afgang, ef einhver er, og blanda vel því þá verður maturinn betri daginn eftir þegar á að hita hann upp.

Innihald

4 skammtar
spagettí
brokkolíhaus, meðalstór
hvítlauksrif, smátt söxuð
ólífuolía
chili flögur, má sleppa
vatn
sítróna, safinn
rifinn Goðdala Feykir
salt og svartur pipar

Ostasósa:

smjör
rjómi frá Gott í matinn
Óðals sterkur Gouda, rifinn
pastasoð
salt og svartur pipar

Pasta

  • Sjóðið spagettí skv. leiðbeiningum. Skerið brokkolí niður í blóm og svo aftur langsum, þannig að þau verði ekki of stór og taki langan tíma í eldun.
  • Hitið olíu í drúpri pönnu eða lágum potti. Látið hana ná meðalhita. Mýkið hvítlauk á pönnu í tvær mínútur og stráið chillí-flögum yfir.
  • Setjið brokkolí á pönnuna, saltið og piprið. Hellið vatni á pönnuna til að steikingin detti niður. Setjið lok yfir hana og látið malla á lágum hita í tíu mínútur. Takið lokið þá af og látið malla áfram í tvær mínútur.
  • Takið úr pottinum og setjið á bretti. Skerið brokkolíblönduna smærra niður, kreistið sítrónu yfir og stráið parmesanosti þá yfir.
  • Látið renna af spagettíinu en geymið smá pastasoð (ekki hella öllu soðinu niður).

Ostasósa

  • Bræðið helming af smjöri í potti á vægum hita, bætið við rjóma og helmingi af osti. Haldið heitu.
  • Setjið spagettíið aftur í pottinn, hrærið afganginn af smjörinu og ostinum saman við það. Þegar það þekur spagettíið vel skuluð þið blanda heitri ostasósunni saman við ásamt pastasoði. Ef ykkur þykir sósan nægja þá getið þið sleppt soðinu.*
  • Látið brokkolí-blönduna út í spagettíið í smá skömmtum og hrærið gróflega, svo hún maukist ekki of mikið. Berið réttinn fram strax.
Ostasósa

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir