Menu
Fetaostur með karamellutómötum

Fetaostur með karamellutómötum

Frábær réttur á smáréttaborðið eða sem meðlæti.

Innihald

1 skammtar

Karamellutómatar:

plómutómatar
sykur
smjör
fersk basilíka, söxuð

Salat:

Handfylli af klettasalati
ferskjur, skornar í teninga
Nokkur hindber
Nokkur jarðarber
eða meira af fetaosti, mulinn (ekki í vökva)
pistasíur, saxaðar

Skref1

 • Sjóðið vatn í litlum potti.
 • Skerið kross í kjarna tómatana og setjið þá í örskamma stund í sjóðandi vatnið.
 • Kælið og afhýðið.

Skref2

 • Bræðið sykur á pönnu þar til hann bráðnar og verður ljósbrúnn. Ekki hræra í á meðan.
 • Þegar sykurinn er bráðnaður setjið þá smjör saman við og svo tómatana.
 • Veltið þeim upp úr karamellunni í 2 mínútur.
 • Takið af pönnunni og skerið í bita og blandið basilíku varlega saman við.

Skref3

 • Dreifið klettasalati á fat, raðið ferskjum, tómötum, berjum og fetaosti yfir.
 • Dreypið vökvanum sem varð eftir steiktu tómatana ofan á.
 • Sáldrið loks pistasíum yfir.
 • Berið fram með súrdeigsbrauði og tómatavökvanum ef einhver er eftir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir