Menu
Ferskur aspas með spældu eggi og parmesanosti

Ferskur aspas með spældu eggi og parmesanosti

Ef það kemur allt í einu upp sú fína hugmynd að bjóða vinum eða góðum ættingjum í mat, ekki er tími í mikla eldamennsku og bras, þá komum við hér með veisluborð sem má galdra fram á max 20 mínútum og er ávísun á góða skemmtun. Þetta er samsafn af klassískum, ítölskum réttum sem flestir þekkja en kannski færri velta því fyrir sér að skella saman og njóta með góðu fólki og drykk við hæfi. Fleiri hugmyndir að smáréttum sem henta á ítalskt smáréttarhlaðborð má finna hér.

Innihald

1 skammtar
Ferskur aspas
Egg
Salt
Ólífuolía
Smjör
Parmesanostur

Skref1

  • Ferskur aspas er snyrtur vel, skorið neðan af honum og ef hann er grófur að utan borgar sig að skafa hann að utan með kartöfluskrælara eða ostaskera.
  • Hann er settur í sjóðandi vatn og saltaður örlítið.
  • Soðinn þar til aspasinn er mjúkur undir tönn en alls ekki sjóða hann of lengi. Þá verður hann of mjúkur.
  • Látið renna af aspasinum þegar hann er soðinn. Hann er settur á fat eða á stóran disk til að bera fram.

Skref2

  • Á meðan aspasinn sýður er best að spæla egg, eitt á mann ef ekki eru of margir í boðinu, en annars nokkur góð til að bera fram með.
  • Eggjunum er leyft að malla í góðri ólífuolíu og að lokum er væn smjörklípa sett út á pönnuna. Eggin eru sett ofan á aspasinn og olíu-smjörblöndunni hellt yfir allt saman.
  • Ferskur parmesanostur rifinn yfir að lokum og ekki spara hann. Úr verður ómótstæðileg blanda.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir