Menu
Ferskt og gott sumarsalat með ostakubbi

Ferskt og gott sumarsalat með ostakubbi

Æðislega gott og sumarlegt salat með ostakubbi og gómsætri salatdressingu. Salatið passar vel með grillmat eða eitt og sér.

Innihald

1 skammtar

Sumarsalat

klettasalat
jarðarber
rauðlaukur
vatnsmelóna
fersk basilíka
möndluflögur
ostakubbur frá Gott í matinn

Dressing

ólífuolía
balsamik
sykur
sítrónusafi, smá skvetta
salt og pipar eftir smekk

Aðferð

  • Klettasalat er sett í botninn og svo er jarðarberjum, melónu, basilíku og rauðlauk bætt ofan á.
  • Möndluflögum og fínt skornum ostakubbi er síðan dreift yfir.
  • Magnið fer eftir fjölda matargesta og hvort um sé að ræða meðlæti eða aðalmáltíð.
  • Innihald dressingarinnar fer allt í skál og hrært saman.
  • Berið sumarsalatið fram með gómsætri dressingunni.
Aðferð

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir