Skref1
					
						- Stillið ofn á 175°C. 
- Þeytið saman smjör og sykur í hrærivél og bætið síðan eggjum saman við einu í einu og hrærið vel á milli. 
Skref2
					
						- Bætið þurrefnum saman við og hrærið með sleif. 
- Síðan er límónuberkinum, -safanum og rjóma bætt út í og hrært saman með sleif. 
- Gott er að hræra hvorki of mikið né lengi.
Skref3
					
						- Setjið deigið í bökunarform sem er 24 cm í þvermál. Gott er að nota sílikonform en það er ekkert verra að nota hefðbundið kökuform, þó er betra að klæða þau með bökunarpappír. 
- Bakið kökuna í miðjum ofni í 24 mínútur.
Krem
					
						- Þeytið rjómann og setjið til hliðar. 
- Hrærið saman önnur hráefni og bætið loks rjómanum varlega saman við. 
- Þegar kakan er orðin köld er kreminu smurt ofan á hana.
            		Höfundur: Erna Sverrisdóttir