Menu
Fermingarterta með jarðarberjabragði

Fermingarterta með jarðarberjabragði

Rjómatertur þykja hvers manns yndi í veislum. Það er einfalt að baka svampbotninn og fyllingin er dásamlega góð og tekur enga stund að útbúa. Tertan er hjúpuð sykurmassa og einnig skreytt með honum.

Innihald

1 skammtar

Svampbotn (2 stk.):

Egg
Sykur
Hveiti
Kartöflumjöl
Lyftiduft

Fylling:

Rjómi frá Gott í matinn
Pakki Jello jarðarberja
Makkarónur
Dós blandaðir ávextir

Sykurmassi:

Sykurpúðar
Flórsykur
Vatn
Matarlitur

Botn

 • Egg og sykur þeytt vel saman þar til létt og ljóst.
 • Hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti blandað varlega saman við.
 • Deiginu hellt í tvö hringlaga mót.
 • Bakað við 175 gráða hita í 18-20 mínútur.
 • Þegar botnarnir hafa kólnað er rjóminn þeyttur. Rjómanum er síðan skipt í 3 hluta.
 • Blandaðir ávextir eru settir yfir neðri botninn og makkarónurnar muldar yfir.
 • 1 hlutinn af rjómanum er smurður yfir.
 • Síðan er Jello dufti blandað saman við 2 hluta af rjómanum. Hrært varlega saman við með sleikju. Þá er jarðarberjarjómanum smurt yfir.

Sykurmassi

 • Sykurpúðarnir eru settir í glerskál sem smurð er með palmínfeiti ásamt vatninu.
 • Sykurpúðarnir eru síðan hitaðir í örbylgjuofni þar til þeir hafa bráðnað. Nauðsynlegt að hræra í þeim á mínútufresti.
 • Flórsykrinum er þá blandað saman við, fyrst helmingnum og síðan restinni.
 • Massinn er hnoðaður og geymdur í plastpoka þar til hann er flattur út.
 • Ef lita á ákveðinn hluta massans þá er matarlit blandað saman við og hnoðað vel.

Samsetning

 • Efri botninn er settur yfir og kakan smurð með 3ja hlutanum af rjómanum.
 • Sykurmassinn er flattur út. Það kemur skemmtilega út að fletja massann út á munsturmottu en einnig hægt að fletja út á hefðbundinni mottu.
 • Kakan er að lokum skreytt með perluborða, fiðrildum og blómum. Notuð eru sílíkonmót til að búa til skreytingarnar.
Samsetning

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir