Menu

Eplakaka með hollum toppi

Hér er um að ræða gæðahráefni, ávexti, hafra og miklu meira hollt og sykurmagni getur bakarinn algjörlega stjórnað sjálfur.

Ávextir að eigin vali eru bakaðir í ofni, hér notuð epli. Ofan á fer þurrt og mulið deig með hnetum og fræjum.

Innihald

1 skammtar

Ávextir

epli, perur, ber
hrásykur
þurrkað engifer, kanill

Deig

spelt
möndlur eða hnetur að eigin vali, maukað gróft í matvinnsluvél
haframjöl
kókosmjöl, sólblóma-, sesam-, hör- eða birkifræ
sjávarsalt
smjör eða mjúk kókosolía

Ávextir

  • Hitið ofn í 200 gráður.
  • Skerið epli eða perur í báta.
  • Stráið sykri yfir eftir smekk, engiferi og kanil ef þið viljið.
  • Stingið í ofn í 20 mínútur og mýkið.

Deig

  • Hrærið allt hráefnið saman og úr verður mylsna. Kælið aðeins í ísskáp.
  • Setjið ávexti eða ber í form. Myljið deigið yfir. Bakið við 200 gráður í 15-20 mínútur.
  • Berið fram heitt, ekki slæmt þegar kólnar. Gott með rjóma, sýrðum rjóma og grískri jógúrt.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir