Menu
Eplakaka með hindberjum og kökumylsnu

Eplakaka með hindberjum og kökumylsnu

Dásamleg og einföld kaka sem gott er að bera fram með léttþeyttum rjóma eða (grískri) jógúrt.

Innihald

1 skammtar
Epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í bita
Sykur
Kanill
Hindber, fersk eða frosin
Smjör við stofuhita
Hveiti
Sykur

Skref1

  • Stillið ofninn á 200° og olíuberið eldfast mót eða klæðið bökunarform með bökunarpappír.

Skref2

  • Veltið eplabitunum upp úr kanil og 1 dl af sykri og setjið ofan í formið.
  • Sáldrið hindberjum yfir.

Skref3

  • Hnoðið saman í höndunum, smjöri, sykri og hveiti þar til úr verður gróf mylsna.
  • Dreifið yfir eplin og hindberin.
  • Setjið í ofninn og bakið í um 20-30 mínútur eða þar til kakan er orðin gullin.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir