Menu
Epla pönnukökur með berjum og grískri jógúrt

Epla pönnukökur með berjum og grískri jógúrt

Uppskriftin gerir um 12 pönnukökur.

Innihald

1 skammtar
AB mjólk
Haframjöl
Heilhveiti
Hrásykur
Egg
Rautt epli, afhýtt, kjarnhreinsað og skorið í smáa bita
Smjör til steikingar

Meðlæti

Ber að eigin vali
Grískt jógúrt frá Gott í matinn
Hlynsíróp eða hunang

Skref1

  • Hrærið fyrstu fimm hráefnunum saman. Bætið þá eplabitunum saman við.

Skref2

  • Hitið teflonpönnu og hafið stillt á meðalhita. Látið örlítið af smjöri á pönnuna ef þurfa þykir.

SKref 3

  • Setjið góða matskeið af deigi á pönnuna og steikið varlega í um fimm mínútur hvora hlið.
  • Hægt er að baka nokkrar pönnukökur í einu.

Skref4

  • Berið fram með berjum, grískri jógúrt og hlynsírópi eða hunangi.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir