Menu
Epla og karamellu bollakökur

Epla og karamellu bollakökur

Virkilega góðar bollakökur. Uppskriftin gerir um 20 stk.

Innihald

1 skammtar

Bollakökur:

kanill
meðalstór epli rifin niður
hveiti
lyftiduft
maldon salt
smjör við stofuhita
sykur
egg við stofuhita
heitt vatn

Vanillu rjómaostakrem:

smjör við stofuhita
flórsykur
vanilludropar (1-2 tsk)
rjómaostur frá Gott í matinn, við stofuhita

Karamella:

sykur
smjör
rjómi frá Gott í matinn, við stofuhita

Skref1

 • Hitaðu ofninn í 180 gráður og raðaðu formum á bakka.

Skref2

 • Blandaðu saman hveiti, lyftidufti, kanil og salti í skál.
 • Settu smjörið í skál og hrærðu þar til smjörið verður mjúkt og fínt, bættu því næst sykrinum saman við og hrærðu vel saman í um 3 mínútur.
 • Bættu einu eggi saman við í einu og hrærðu vel á milli.
 • Bættu svo við smá af hveitiblöndunni og smá af heita vatninu saman við og hrærðu á litlum hraða. Bættu svo restinni saman við. Það er mikilvægt að blanda hveitinu og vatninu smá og smá saman við svo að það sé ekki of mikið álag á deiginu, þá getur það orðið seigt.
 • Blandaðu rifnu eplunum saman við varlega með sleif.

Skref3

 • Settu deigið í formin og fylltu þau um 2/3.
 • Bakaðu kökurnar í um 18-22 mínútur.
 • Kældu kökurnar í um 20 mínútur, eftir að þú tekur þær úr ofninum.
 • Skerðu innan úr miðjunni á hverri köku til þess að fylla hana af karamellu.

Vanillu og rjómaostakrem

 • Settu allt saman í skál og hrærðu þar til blandan verður mjúk og létt.
 • Gott er að hræra á miklum hraða síðustu 2 mínúturnar.

Karamella

 • Settu sykurinn í pott undir meðalháan hita og hrærðu vel í þangað til hann er vel bráðnaður og orðin örlítið dökkur.
 • Bættu smjörinu saman við og hrærðu vel.
 • Taktu af hellunni og bættu rjómanum saman við. Hrærðu þangað til blandan er orðin mjúk og fín. Kældu inn í ísskáp í um 15 mínútur.
 • Sprautaðu svo karamellunni ofan í hverja bollaköku fyrir sig, settu kremið á og skreyttu með restinni af karamellunni.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir