Menu
Epla múffur

Epla múffur

Fljótlegar og feikilega góðar eplamúffur. Þessar eru frábærar fyrir bakstur helgarinnar eða brönsinn en gott er að bera þær fram heitar og mögulega með smá ís. Einföld uppskrift dugar í 12 stk.

Innihald

1 skammtar
hveiti
hafrar
sykur
lyftiduft
salt
kanill
mjólk
egg
smjör
síróp
meðalstór epli að eigin vali

Skref1

  • Hitið ofninn í 180 gráður og raðið muffinsformum í bökunarform.
  • Blandið saman hveiti, höfrum, sykri, lyftidufti, salti og kanil saman í skál og hrærið saman.

Skref2

  • Í aðra skál blandið saman mjólk, eggjum, bræddu smjöri og sírópi og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Blandið hægt og rólega saman við hveitiblönduna og hrærið saman með sleif.
  • Skrælið eplin og skerið þau í litla bita og blandið saman við deigið og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.

Skref3

  • Setjið deigið í muffinsformin og fyllið þau ca. 2/3, gott er að nota t.d. ísskeið og setja eina skeið í hvert form. Deigið passar akkúrat í 12 stk.
  • Bakið í um 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur þurr upp úr miðju kökunnar.
Skref 3

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir