Menu
Jólagrautur Thelmu

Jólagrautur Thelmu

Einfaldari útgáfan af ris a la mande - Einstaklega fljótlegur og bragðgóður eftirréttur. Gott er að gera grautinn daginn áður. 

Innihald

4 skammtar
MS Heimilis grjónagrautur
hvítt súkkulaði
kanill
vanillustöng eða 1 tsk. vanilludropar
rjómi frá Gott í matinn

Toppur:

Kirsuberjasósa
Möndlur

Skref1

  • Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði eða á lágum hita þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg og kælið örlítið.

Skref2

  • Setjið grjónagrautinn í skál ásamt kanil, fræjum úr einni vanillustöng/vanilludropa og hvíta súkkulaðinu og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

Skref3

  • Þeytið rjóma og blandið honum saman við grautinn.

Skref4

  • Setjið grautinn í glös eða desertskálar og berið fram með kirsuberjasósu og grófsöxuðum möndlum.
  • Geymið í kælið þar til grauturinn er borinn fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir