Menu
Einfaldur hrekkjavöku ostabakki

Einfaldur hrekkjavöku ostabakki

Ég hef ótrúlega gaman af Hrekkjavökustússi en held ég muni alltaf halda upp á hana með hóflegum og krúttlegum hætti. Hér er því kominn einfaldur og krúttlegur Jack Skellington ostabakki sem setur skemmtilegan svip á hrekkjavökupartýið.

 

Innihald

1 skammtar
Bónda eða Dala Brie
dökk sulta að eigin vali

Tillaga að meðlæti

hráskinka
möndlur
bláber
kex
þurrkað mangó
sulta
timjan (má sleppa)

Aðferð

  • Skerið ofan af Brie ostinum, u.þ.b. þriðjung af þykktinni.
  • Leggið toppinn á bretti og skerið út fyrir andlitinu.
  • Setjið neðri partinum af ostinum á bakka og setjið 2 msk. af sultu á ostinn og dreifið jafnt úr henni.
  • Leggið þá efri partinn ofan á og raðið meðlæti á bakkann.
  • Notið hugmyndaflugið og bjóðið upp á það sem ykkur finnst gott með ostinum.

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir