Þessi pizza kallast Ein með öllu þar sem það er ansi mikið álegg á henni og hún því með eindæmum ljúffeng. Ef það gefst ekki tími til að búa til eigið pizzadeig má að sjálfsögðu kaupa það tilbúið.
Athugið að hægt er að gera deigið deginum áður, skipta niður í 5 kúlur, hjúpa hverja með olíu og setja hverja og eina í sér filmuplast/zip lock poka og geyma í kæli. Mikilvægt er síðan að leyfa deiginu að ná stofuhita áður en það er teygt út og álegg sett á.
hveiti | |
volgt vatn | |
salt | |
þurrger | |
jómfrúar ólífuolía |
pizzasósa | |
rifinn pizzaostur frá Gott í matinn | |
piparostur | |
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn | |
steikt nautahakk | |
stökkt beikon (niðurskorið) | |
pepperoni | |
græn paprika | |
rauðlaukur | |
sveppir | |
ferskt timian |
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir