Menu
Eggjasalat með grískri jógúrt og avókadó

Eggjasalat með grískri jógúrt og avókadó

Sannkallað orkusalat sem hentar frábærlega á snittur, í samlokur eða sem meðlæti.

Innihald

4 skammtar
grísk jógúrt frá Gott í matinn
kotasæla
harðsoðin egg
rauðlaukur, smátt saxaður
lítil avókadó, skorin í teninga
paprikuduft
arómat

Skref1

  • Hrærið grískri jógúrt og kotasælu saman í skál ásamt kryddunum og smakkið til.

Skref2

  • Skerið niður eggin og setjið restina af hráefnunum í skálina og blandið vel saman.

Skref3

  • Gott er að bera salatið fram á góðu súrdeigsbrauði og setja smá klettasalat og gróft salt yfir í lokin.
Skref 3

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir