Menu
Eggjasalat með grískri jógúrt

Eggjasalat með grískri jógúrt

Ótrúlega gott eggjasalat sem hentar vel bæði í nestisboxið eða á veisluborðið með góðu kexi. Það er svo gott og sniðugt að nota gríska jógúrt í salöt því gríska jógúrtin gefur rjómakennd áferð án þess að salatið verði of feitt.

Innihald

1 skammtar
grísk jógúrt frá Gott í matinn
harðsoðin egg
dijon sinnep
relish eða niðursoðnar súrar gúrkur
safi úr hálfri sítrónu
sellerístilkur, (1-2 stk.)
ferskt dill niðurskorið, eða eftir smekk
salt, pipar og paprikukrydd

Aðferð

  • Blandið innihaldsefnum saman í skál.
  • Ef þú þér líkar ekki dill eða sellerí má einfaldlega sleppa því og þá getur verið sniðugt að setja epli og/eða rauðlauk í staðinn eða hvað sem þér dettur í hug.
  • Kryddið til með salti, pipar og paprikukryddi.

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda fyrir eggjasalatið með.
  • Næring í 100 g: Kolvetni: 5,2 g - Prótein: 8,2 g - Fita: 7,6 g
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Eggjasalat með grískri jógúrt.

Höfundur: Helga Magga