Menu
Eggjamöffins með skinku og mozzarella

Eggjamöffins með skinku og mozzarella

Frábær brönsréttur sem fljótlegt er að útbúa og gengur jafnframt undir nafninu skinkuhreiður.

Innihald

4 skammtar
þykkar skinkusneiðar
rifinn mozzarella ostur frá Gott í matinn
egg
pestó, grænt eða rautt
kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
sjávarsalt og svartur pipar

Skref1

  • Stillið ofninn á 180°C.

Skref2

  • Spreyið muffins form með olíu eða fituberið á annan hátt.
  • Klæðið hvert varlega með skinkusneið.

Skref3

  • Dreifið ostinum jafnt ofan í og brjótið egg og setjið yfir.
  • Saltið aðeins og piprið.
  • Látið svo 1 tsk. af pestói í hvert hreiður.
  • Toppið loks með tómötunum.
  • Bakið í 15-20 mínútur eða þar til eggin eru orðin stíf.
  • Berið strax fram e.t.v. með fersku salati.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir