Menu
Egg benedict

Egg benedict

Þessi uppskrift dugar fyrir þrjá ef miðað er við tvö egg á mann.

Ef þið viljið nánari lýsingu hvernig eggin eru látin í pottinn er hægt að fara inn á YouTube og þar eru mörg myndbönd undir leitarorðinu egg benedict.

Innihald

1 skammtar

Hollandaise-sósa:

eggjarauður
brætt smjör
sítróna, safinn notaður
Salt, pipar og cayenne pipar

Egg:

egg (miðað við tvö egg á mann)
borðedik

Meðlæti:

Bollur eða annað brauðmeti
Góð skinka
Sijon sinnep
avocado

Hollandaise sósa

  • Í hrærivélina fara 3 eggjarauður, sítrónan og krydd eftir smekk.
  • Hrært saman þar til þær verða léttar og ljósar.
  • Þá er bræddu smjörinu bætt við og á meðan hrært á hægustu stillingunni.

Egg

  • Í pott fer vatn upp að hálfum potti og 1 msk. borðedik og látið sjóða.
  • Egg er brotið í glas og látið ofan í pottinn, áður en eggið fer ofan í látið þið vatnið snúast í hringi með skeið. Eggin eru látin liggja í vatninu í 3 mínútur og þá tekin upp úr með spaða.

Samsetning

  • Bollurnar eru hitaðar með smá smjöri á pönnu og smurðar með dijon sinnepi.
  • Skinkan steikt og sett á bollurnar.
  • Næst niðurskorið avocado, eggið og loks sósan.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir