Menu
Eftirréttur með marengsrósum og skyri

Eftirréttur með marengsrósum og skyri

Skemmtileg útfærsla á skyrrétti. Það er hægt að setja þennan rétt í skálar, glös eða eldfast mót.

Uppskrift gerir ráð fyrir um 10 skálar.

Innihald

1 skammtar

Marengsrósir:

eggjahvítur
sykur
lyftiduft
matarlitur

Botn:

Oreokex
smjör - brætt
sykur

Súkkulaðiskyrfylling:

Ísey skyr með dökku súkkulaði og vanillu
rjómi frá Gott í matinn - þeyttur
Toblerone

Skraut:

Jarðarber

Skref1

 • Eggjahvítur eru þeyttar og sykri blandað saman við.
 • Blandan er þeytt þar til hún er orðin stífþeytt.
 • Þá er lyftidufti og matarlit blandað saman við.
 • Marengsblandan er sett í sprautupoka með sprautustútnum 1 M.
 • Rósir eru sprautaðar á bökunarpappír þannig að rósir myndast.
 • Marengsrósirnar eru bakaðar við 130°C hita í 1 ½ klst.

Skref2

 • Oreokex er mulið og sett í skál. Sykri og bræddu smjöri er hrært saman við.
 • Mulningurinn fer í botn á skálum eða glösum.

Skref3

 • Þá er Toblerone brætt yfir vatnsbaði, leyft að kólna og síðan blandað saman við súkkulaðiskyrið.
 • Þá er rjómi þeyttur og blandaður varlega saman við skyrblönduna.
 • Skyrblandan er þá sett yfir Oreomulninginn.
 • Það kemur skemmtilega út að skera jarðarber í sneiðar og setja á milli.
 • Marengsrós kemur síðan yfir blönduna.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir