Menu
Eftirréttur með Ísey skyri og kókosbollum

Eftirréttur með Ísey skyri og kókosbollum

Einfaldir eftirréttir eru okkur að skapi og ekki skemmir að hafa hollt og frískandi Ísey skyr með í gleðinni.

Innihald

1 skammtar
Ísey skyr með kókos
Ísey skyr með jarðarberjum
jarðarber, fersk
kókosbollur

Toppur:

rjómi
súkkulaðisíróp
ristaður kókos

Skref1

  • Skerið kókosbollurnar í u.þ.b. 4 bita hverja og setjið í botninn á glasi.
  • Hrærið kókosskyrið og sprautið því í glösin eða setjið ofan í með skeið.
  • Skerið jarðarberin smátt niður og setjið ofan á.
  • Hrærið jarðaberjaskyrið og setjið ofan á ásamt kókosbollu.
  • Þeytið rjóma og sprautið honum ofan á eða setjið á með skeið, skreytið með súkkulaðisírópi og ristuðum kókós. 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir