Menu
Eftirréttur með berjum og rjóma

Eftirréttur með berjum og rjóma

Ótrúlega ljúffengur eftirréttur með íslenskum berjum, vanillubættum rjóma og pekankaramellumulningi.

Innihald

6 skammtar
jarðarber
hindber
brómber
bláber
sykur
Grand Marnier
rjómi frá Gott í matinn
sykur
pekanhnetur
sykur
mynta
vanilludropar

Sykurbráð

  • Hellið sykrinum á þurra pönnu og hitið upp. Sykurinn fer að leysast upp í jöðrunum fyrst og þá er hann dreginn inn að miðju.
  • Þegar sykurinn er bráðinn er hnetunum bætt saman við og sykurinn látinn brúnast lítillega.
  • Þá er sykurhnetubráðinni hellt í ofnskúffu og látin kólna og við það harðnar hún og verður eins og gler.
  • Þá er hún mölvuð niður og sett í matvinnsluvél og tætt niður þar til hún er orðin að fínni mylsnu.
Sykurbráð

Berin

  • Skolið berin undir köldu vatni og setjð í skál, annaðhvort í heilu lagi eða skorin niður í smærri bita.
  • Bætið sykri við berin og einum sjúss af Grand Marnier. Grand Marnier er ljúffengur og sætur appelsínulíkjör. Vilji maður sleppa áfenginu mætti nota skvettu af appelsínusafa og börkinn af hálfri appelsínu - smátt saxaðri.
  • Þeytið rjómann, bætið við smá sykri og vanilludropum og þeytið áfram þangað til að rjóminn verður eins og mjúkir koddar.
  • Tyllið svo kúfaðri matskeið í hverja skál.
  • Sáldrið að lokum sykur- og pekanmylsnunni yfir. Og skreytið svo með myntulaufi.
Berin

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson