Menu
Dúnmjúkir kanilsnúðar með glassúr

Dúnmjúkir kanilsnúðar með glassúr

Einföld uppskrift dugar í um 12 snúða.

Innihald

1 skammtar
ylvolgt vatn
þurrger
sykur
smjör, brætt
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
egg
hveiti eða eins og þurfa þykir
salt

Fylling:

smjör, brætt
púðursykur
síróp
kanill

Glassúr:

flórsykur
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
rjómi

Skref1

 • Leysið gerið upp í vatninu.
 • Bætið sykri út í og þá smjöri og sýrðum rjóma. Hrærið.
 • Pískið eggjum saman við.
 • Setjið salt út í og svo hveiti smátt og smátt eða þar til þið hafið óklístrað en létt deig.
 • Hnoðið í 5 mínútur.
 • Setjið deigið í skál og hyljið með plastfilmu.
 • Látið hefast í klukkutíma.

Skref2

 • Hnoðið deigið aðeins niður og fletjið út í ferning sem er um 45 x 45 cm.
 • Penslið með bræddu smjöri og sírópi.
 • Sáldrið kanil og púðursykri yfir.
 • Rúllið upp og skerið í 12 bita.
 • Leggið snúðana í smurt eldfast form eða á ofnplötu klædda bökunarpappír.
 • Þrýstið á hvern og einn með lófanum þannig að þeir fletjist örlítið út.
 • Bakið í um 20 mínútur við 180°.
 • Látið snúðana kólna aðeins áður en glassúrinn fer ofan á.

Skref3

 • Hrærið saman öllum hráefnum sem fara í glassúrinn og smyrjið ofan á snúðana.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir