Menu
Dúnmjúkar teskonsur með trönuberjum

Dúnmjúkar teskonsur með trönuberjum

Innihald

12 skammtar
hveiti
lyftiduft
sykur
salt
kalt smjör, skorið í smáa teninga
þurrkuð trönuber
grísk jógúrt frá Gott í matinn
mjólk

Tillögur að meðlæti:

Nutella
Hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
Lemon curd
Berjasulta

Skref1

  • Stillið ofninn á 220°

Skref2

  • Blandið fyrstu fimm hráefnunum saman í skál.
  • Myljið þá saman smjörteningana við mjölið.
  • Setjið trönuberin saman við og hrærið.

Skref3

  • Pískið saman í annarri skál mjólk og grískri jógúrt.
  • Hellið saman við mjölblönduna.
  • Hrærið varlega saman. Passið að hræra ekki of lengi.

Skref4

  • Leggið deigið á hveitiborna borðplötu og þrýstið því út með höndunum.
  • Mótið úr deiginu um 12 skonsur með glasi.

Skref5

  • Setjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír og bakið í um 15 mínútur.

Skref6

  • Berið fram með meðlæti að eigin vali.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir