Menu
Dúnmjúkar pönnukökur með ab mjólk

Dúnmjúkar pönnukökur með ab mjólk

Þessar dúnmjúku og dásamlegu pönnukökur er tilvalið að útbúa fyrir helgarbrönsinn, sunnudagskaffið, afmælið eða bara hvenær sem er því að okkar mati er alltaf tilefni fyrir svona ljúfmeti.

Innihald

10 skammtar
hveiti
lyftiduft
matarsódi
salt
ab mjólk með vanillu
egg
brætt smjör

fersk ber og hlynsíróp

Skref1

  • Blandið þurrefnum saman í skál
  • Pískið saman ab mjólk og eggjum og hellið út í þurrefnin og blandið varlega saman.
  • Bætið smjörinu að lokum út í og hrærið létt saman.
  • Gætið þess að hræra deigið ekki of mikið.

Skref2

  • Hitið pönnu við meðalháan hita og steikið pönnukökurnar á báðum hliðum.
  • Berið fram strax með berjum og sírópi.
Skref 2

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir