Menu
Dúnmjúk og dökk skúffukaka með smjörkremi

Dúnmjúk og dökk skúffukaka með smjörkremi

Enn ein skúffuköku uppskriftin, gæti einhver hugsað núna. En það er bara þannig að skúffuköku má alltaf fullkomna enn frekar og ég held að hér sé komin líklega sú besta sem ég hef smakkað hingað til. Kaffijógúrtin gerir kökuna dúnmjúka og ýtir enn frekar undir djúpt súkkulaðibragðið og kremið, sem er eins og silki, er af öðrum heimi ljúffengt.

Innihald

1 skammtar

Skúffukaka

hveiti
sykur
kakó
salt
matarsódi
olía
Óskajógúrt með kaffibragði
egg
vanillu extract
smjör, brætt
heitt vatn

Smjörkrem

smjör við stofuhita
flórsykur
vanillu extract
rjómi frá Gott í matinn
dökkt súkkulaði

Skúffukaka

  • Hitið ofn í 170 gráður með blæstri.
  • Hrærið öllum þurrefnum saman í skál.
  • Pískið saman olíu, eggjum, jógúrt og vanillu og hellið út í deigið.
  • Bætið að lokum heitu vatni og bræddu smjöri saman við og blandið vel saman.
  • Hellið í skúffukökuform sem er um 22x35 cm að stærð og bakið í um það bil 30 mínútur eða þar til bakað í gegn.
  • Ef kakan er bökuð í ofnskúffu verður hún mun þynnri.

Smjörkrem

  • Þeytið smjörið, flórsykurinn og vanillu mjög vel saman þar til létt og ljós.
  • Bætið rjómanum saman við og þeytið áfram.
  • Bræðið súkkulaðið og hellið því volgu (alls ekki alveg kældu) saman við kremið og þeytið vel áfram.
  • Smyrjið kreminu yfir kælda kökuna.
  • Njótið með góðum kaffibolla eða glasi af ískaldri mjólk.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir