Menu
Dúnmjúk djöflaterta með englakremi

Dúnmjúk djöflaterta með englakremi

Mér finnst eitthvað svo jólalegt við þessa köku, þetta fallega hvíta flöffí krem og nafnið. Æðisleg á kaffiborðið í desember og auðvitað alla hina mánuðina líka.

Innihald

8 skammtar
hveiti
sykur
bökunarkakó
lyftiduft
matarsódi
salt
stórt egg
nýmjólk
brætt smjör
vanilludropar
volgt vatn eða kaffi (eða 50/50)

Englakrem:

sykur
eggjahvítur
síróp
vatn
vanilludropar

Djöflaterta

  • Ofninn er hitaður 170 gráður blástur og bökunarpappír settur í botninn á kökuforminu
  • Í hrærivélaskál fer hveiti, sykur, kakó, matarsódi, lyftiduft og salt.
  • Þurrefnunum er blandað saman og síðan er rest bætt út í og hrært saman þar til allt hefur blandast vel, en degið er frekar þunnt.
  • Deigið er næst sett í smurt formið og bakað í um 40 mínútur eða þar til það er hægt að stinga í kökuna og það festist ekkert deig á gafflinum.
  • Þá er kakan tekin út og hún kæld á borði amk. 10 mínútur áður en hún er tekin úr forminu.

Englakrem

  • Í pott fer sykur, vatn, síróp og vanilludropar og hitað þar til suðan kemur upp. Þá er potturinn tekinn af hellunni og hrært þar til sykurinn hefur alveg leyst upp.
  • Á meðan eru eggjahvíturnar stífþeyttar í hrærivélinni.
  • Þegar sykurvatnið er tilbúið þá er því hellt í mjórri bunu út í eggjahvíturnar og þeytt aðeins lengur.
  • Þegar kakan hefur kólnað þá er kreminu smurt á alla kanta kökunnar. Kremið er mjög flöffí, því meira krem því betra þannig ekki vera hrædd við að það líti út fyrir að vera of mikið krem.
Englakrem

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir