Menu
Döðlubitar með Ísey skyri

Döðlubitar með Ísey skyri

Hér á ferðinni ný útfærsla af döðlugotti en þessa orkuríku döðlubita er einfalt að útbúa og gott að eiga til í frystinum.

Innihald

1 skammtar

Döðlubitar

ferskar döðlur
Ísey skyr með kókos
hnetusmjör (25 g)

Súkkulaði

kókosolía (10 g)
kakó (10 g)
hunang eða önnur sæta (10 g)
kókosmjöl til skrauts

Skref1

  • Þú byrjar á því að opna döðlurnar og taka steininn úr, það er mjög mikilvægt að nota ferskar döðlur í þessa uppskrift því þú kemur innihaldinu ekki inn í þurrkaðar döðlur.
  • Blandaðu saman skyri og hnetusmjöri og fylltu svo hverja döðlu með blöndunni.
  • Gott að setja döðlurnar örlítið inn í frysti á meðan súkkulaðið er útbúið.
  • Því næst er smá súkkulaði sett ofan á hverja döðlu og skreytt með kókosmjöli.
Skref 1

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með.
  • Næring í einni döðlu (sbr. uppskrift): Kolvetni: 10,8 g - Prótein: 1,7 g - Fita: 8 g - Trefjar: 1,4 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Döðlubitar.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga