Menu
Döðlu- og súkkulaðiterta með bananarjóma

Döðlu- og súkkulaðiterta með bananarjóma

Þessi uppskrift hefur fylgt fjölskyldunni lengi og er ein af mínum allra uppáhalds.

Uppskriftin hér að neðan er fyrir tveggja hæða tertu, eins og ég geri hana langoftast. Ef þið vijið gera extra stóra páskatertu eins og á myndinni þá margfaldið uppskriftina með 1,5 og bakið botnana í þremur formum í stað tveggja.

Að þessu sinni setti ég bananarjóma á milli botnanna, en ef fólki hugnast ekki bananabragðið er frábært að stappa jarðarber og setja saman við rjómann.

Innihald

12 skammtar

Döðlu- og súkkulaðibotnar:

egg
púðursykur
sykur
döðlur, saxaðar
súkkulaði, saxað
hveiti

Bananarjómi:

rjómi frá Gott í matinn
stór banani, stappaður

Súkkulaðikrem:

suðusúkkulaði
rjómi frá Gott í matinn
síróp

Skraut:

lítil páskaegg, í bitum
cadbury mini eggs

Döðlu- og súkkulaðibotnar

  • Ofn hitaður í 180 gráður með blæstri. Tvö hringlaga form smurð vel og bökunarpappír settur í botninn.
  • Döðlur og súkkulaði smátt saxað og hveitinu blandað saman við.
  • Egg og sykur þeytt mjög vel saman þar til blandan er ljós og létt.
  • Hveiti, súkkulaði og döðlum blandað varlega saman við eggjablönduna með sleif.
  • Hellt í formin og bakað í 15-20 mínútur.
  • Kælt aðeins, svo losað úr formunum og svo kælt alveg.

Bananarjómi

  • Leggið annan botninn á kökudisk.
  • Þeytið rjómann og blandið stöppuðum banananum saman við rjómann.
  • Smyrjið ofan á botninn og leggið hinn botninn ofan á.

Súkkulaðikrem

  • Bræðið allt saman í potti við vægan hita.
  • Kælið aðeins og hellið svo yfir.
  • Dreifið úr kreminu þannig að það leki aðeins niður hliðarnar á tertunni.
  • Skreytið með litlum páskaeggjabrotum og liltu súkkulaðifylltueggjunum frá Cadbury.
  • Geymið tertuna í ísskáp í 2-3 klst. áður en hún er borin fram.
Súkkulaðikrem

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir