Menu
Djöflaegg með beikoni og sýrðum rjóma

Djöflaegg með beikoni og sýrðum rjóma

Djöflaegg eru að mínu mati stórlega vanmetinn partýmatur og þyrftu að vera mikið oftar á borðum. Þau eru frábær með köldum drykk og þar að auku hollt og gott snarl, sem hentar til dæmis afar vel á lágkolvetna eða ketó mataræði. Mér þykir einnig ákaflega lekkert að bera svona egg fram á bröns hlaðborðinu.

Innihald

6 skammtar
stór egg
vænar sneiðar beikon
litlir vorlaukar, smátt saxaðir
dijon sinnep
Nokkrir dropar Tabasco sósa
sýrður rjómi frá Gott í matinn 18%
salt og pipar
Paprikuduft og fersk steinselja eftir smekk

Skref1

 • Sjóðið eggin í 10 mínútur eða þar til harðsoðin.
 • Steikið beikonið á meðan þar til stökkt, setjið á bréf og látið kólna.

Skref2

 • Kælið eggin undir rennandi vatni, takið skurnina af og skerið eggin í tvennt.
 • Skafið eggjarauðuna innan úr og setjið í skál eða matvinnsluvél.

Skref3

 • Blandið ¾ af vorlauknum saman við eggjarauðurnar ásamt, sinnepi, tabasco, sýrðum rjóma, salti og pipar.
 • Blandið vel saman þar til blandan er silkimjúk.
 • Smakkið ykkur áfram með salti og pipar og e.t.v. tabasco sósu.

Skref4

 • Setjið eggjablönduna í sprautupoka og sprautið í eggjahelmingana.
 • Þetta má líka gera með skeið og sleppa sprautupokanum.

Skref5

 • Skreytið eggin með dáliltu paprikudufti, smátt söxuðu beikoni, vorlauk og steinselju.
 • Berið fram strax eða geymið í kæli.
Skref 5

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir