Menu
Dalaosta veislutertur

Dalaosta veislutertur

Veislur nú til dags eru af mörgum stærðum og gerðum og eins ólíkar og þær eru margar. Dalaostarnir smellpassa á hvaða veisluborð sem er og er ýmist hægt að bera fram á hefðbundinn hátt á ostabökkum eða stafla upp og skreyta svo úr verða hinar glæsilegustu ostatertur. 

Innihald

1 skammtar
Dala Auður terta
Dala Camembert terta
Stóri Dímon terta
Gráðaostur terta
Gullostur

Hugmynd að fallegri ostaframsetningu

  • Stærri gerðir af Dalaostunum góðu fást hjá MS og henta þeir fullkomlega þegar setja á saman glæsilegar ostatertur.
  • Dalaostar sem fást í 1 kg stykkjum eru Dala Auður, Dala Brie, Dala Camembert, Gráðaostur, Gullostur, Höfðingi og Stóri Dímon.
  • Veljið nokkur stykki af stórum Dalaostum og einn til þrjá hefðbundna.
  • Raðið ostunum upp svo þeir myndi turn og skreytið með fallegum blómum, berjum eða hverju því sem ykkur dettur í hug.
  • Nánari upplýsingar má fá í síma 450-1111 og á vefsíðunni ms.is/vorumerki/dalaostar
Hugmynd að fallegri ostaframsetningu

Höfundur: Gott í matinn