Menu
Croque madame með bechamélsósu

Croque madame með bechamélsósu

Bechamél sósu má nota í fjöldann allan af uppskriftum. Hún er ómissandi í lasagna, gerir allt fyrir moussaka, Mac'n'cheese væri óhugsandi án þess. Það má nota hana í allskonar gratín, fiskibökur og rjómapasta.

Ekki elda smjörbolluna of lengi. Þykkingarkraftur hennar minnkar eftir því sem hún er elduð lengur. Bragðbæta má bechamél sósuna með ýmsum hráefnum. Hefðbundið er að setja hálfan lauk með nokkrum negulnöglum eða lárviðarlauf eða múskat. Bragðbætirinn er auðvitað smekksatriði.

Innihald

1 skammtar

Bechamélsósa:

mjólk
smjör
hveiti
ostur (t.d. Óðals Ísbúi)

Samlokur:

Samlokurbrauð
Smjör
Skinka
Ostur (t.d. Hávarður krydd og Sveitabiti)
Egg

Bechamélsósa

  • Bræðið smjörið við lágan hita.
  • Leyfið smjörinu að brúnast örlítið, þannig að það gefi ljúffengt bragð, örlítinn hnetukeim sem er svo ljúfur af létt brúnuðu smjöri.
  • Hrærið svo hveitinu vandlega saman við og eldið það í um eina mínútu við lágan hita.
  • Svo er að hræra mjólkinni saman við. Setjið fyrst 100-150 ml og hrærið vandlega saman við smjörbolluna. Þegar smjörbollan hefur blandast vel saman við bætið þið restinni af mjólkinni við og hitið að suðu. Ekki hafa áhyggjur, blandan er þunn í fyrstu en þegar hún hitnar þá þykkist sósan.
  • Takið svo handfylli af osti. Hvaða osti sem er: Óðals Ísbúa, Óðals Cheddar eða Gullosti - allt eftir stemmingu og tilefni.
  • Það er mikilvægt að hræra vandlega til að bræða ostinn saman við sósuna.
  • Hér getið þið bragðbætt sósuna með t.d. múskati (um 1/4 af hnetu).
Bechamélsósa

Croque madame

  • Smyrjið brauðsneið að utan með smjöri og leggið á heita pönnu. Raðið skinku og osti á hverja brauðsneið og lokið með annarri smurðri brauðsneið.
  • Snúið samlokunni þegar hún er orðin gullinbrún og steikið á hinni hliðinni.
  • Leggið samlokurnar á ofnskúffu og makið bechamél ostasósunni á þær. Hitið grillið í ofninum og brúnið samlokurnar að ofan. Það tekur aðeins nokkrar mínútur fyrir bechamél sósuna að brúnast.
  • Steikið egg á pönnu og tyllið á samlokurnar.
Croque madame

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson