Menu
Croissant brauðréttur

Croissant brauðréttur

Þegar croissant og ostar sameinast, við bætist lúxusskinka og allt er sett saman og í ofn, þá mætir manni réttur sem er alveg sniðinn til að bera fram yfir hátíðirnar. Sem morgunmatur, brunch eða heitur réttur fyrir fjölskyldu og vini þar sem upplagt er að nota afganga af ostum og góðri skinku eða hamborgarhrygg.

Athugið að réttinn má útbúa fyrirfram og geyma í ísskáp í nokkra klukkutíma. Ef það er gert, þarf að taka hann úr ísskápnum og láta hann standa til að ná stofuhita áður en hann er bakaður.

Innihald

6 skammtar
croissant, skorin í tvennt og opnuð
Óðals Cheddar í sneiðum
egg
rjómi frá Gott í matinn
nýmjólk
salt
cayenne pipar
þurrkað timían
Dala Auður eða Dala Brie, skorinn í litla bita
sneiðar góð lúxusskinka eða hamborgarhryggur, skorinn smátt
smjörklípur

Skref1

 • Hitið ofn í 180 gráður.
 • Skerið croissant í tvennt og opnið hvern bita.
 • Setjið sneiðar af cheddar inn í hvern og einn.
 • Smyrjið ofnfast fat með smjöri.

Skref2

 • Hrærið saman egg, rjóma og mjólk og kryddið með salti, cayenne pipar og timían.
 • Dýfið hverjum criossantbita í eggjablönduna, snúið við í blöndunni og látið bitann blotna vel.
 • Leggið í fatið.

Skref3

 • Skerið ost og skinku smátt.
 • Setjið saman við afganginn af eggjablöndunni og hrærið.
 • Hellið yfir croissantbitana í fatinu og dreifið vel úr ostinum og skinkunni svo það smjúgi vel á milli bitanna og bakist jafnt og betur en annars.

Skref4

 • Dreifið smá sjávarsalti yfir, svörtum pipar og pínu timíani til skrauts.
 • Sömuleiðis nokkrum smjörklípum á víð og dreif.
 • Setjið álpappír yfir fatið.

Skref5

 • Setjið í heitan ofninn og bakið með álpappírnum í 20 mínútur.
 • Takið álpappírinn af og bakið áfram í 10 mínútur eða þar til rétturinn er gullinn og fallegur.
 • Berið strax fram.
Skref 5

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir