Menu
Crème Bruleé

Crème Bruleé

Fyrir 4-6

Innihald

1 skammtar
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
vanillustöng
eggjarauður
sykur
hrásykur (5-6 tsk.)

Skref1

 • Hitið ofn í 150 gráður með blæstri.

Skref2

 • Kljúfið vanillustöngina og skafið fræin innan úr.
 • Setjið stöngina og fræin í pott ásamt rjómanum.
 • Hitið við meðalhita og pískið saman þar til rjóminn er orðinn vel heitur en passið að láta hann ekki sjóða.
 • Takið af hitanum og leyfið aðeins að rjúka.
 • Pískið eggjarauðurnar og sykurinn saman þar til eggjarauðurnar verða aðeins ljósari.
 • Hellið heitri rjómablöndunni smátt og smátt saman við eggin og pískið á meðan.
 • Byrjið á að hella um 1 dl af blöndunni saman við eggin og blandið vel saman og hellið restinni saman við í smáum skömmtum.
 • Hellið því næst blöndunni í gegnum sigti og í könnu eða ílát sem er þægilegt að hella úr.
 • Hellið blöndunni í lítil form og setjið í eldfast mót.
 • Hellið sjóðandi heitu vatni í mótið þannig að það nái upp að miðjum litlum formunum.

Skref3

 • Bakið í um 18 mínútur.
 • Blandan mun líta út fyrir að vera ennþá fljótandi innst í miðjunni þegar þið takið þetta úr ofninum. Þannig á það að vera.
 • Kælið í a.m.k. 4 klst í ísskáp. Upplagt að laga daginn áður.
 • Áður en þið berið réttinn fram hitið grillið í ofninum á hæstu stillingu. Stráið þá rúmlega 1 tsk. af hrásykri jafnt yfir hvern og einn eggja-rjómabúðing. Setjið undir grillið ofarlega í ofninum og fylgist vel með. Sykurinn á að vera farinn að krauma og dökkbrúnar doppur að myndast í sykurskelina. Takið úr ofninum og leyfið að kólna í 5 mínútur þannig að sykurskelin nái að harðna.
 • Ef þið eigið þar til gerðan gasbrennara til að bræða sykurinn, notið þið hann að sjálfsögðu.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir