Menu
Burrito skál með hakki, grænmeti og sýrðum rjóma

Burrito skál með hakki, grænmeti og sýrðum rjóma

Á mínu heimili eru burrito skálar í uppáhaldi hjá öllum. Fyrst og fremst auðvitað vegna þess að þær eru svo ótrúlega góðar en það skemmir alls ekki fyrir að allir geta sett saman sína eigin skál eftir smekk. Við fullorðna fólkið kunnum svo auðvitað vel að meta hversu stuttan tíma það tekur að útbúa hráefnið í þær og upplagt að hafa þær í matinn þegar þarf að nýta grænmetis, hrísgrjóna og sósuafganga. Nú eða nýta mylsnuna úr nachos pokanum og gera eitthvað annað en hakk og spagettí úr hakkinu sem tekið var úr frysti um morguninn!

Innihald

4 skammtar
olía til steikingar
nautahakk
taco krydd
1/2 vatn
iceberg salat
soðin hrísgrjón
litlir tómatar eða venjulegir, skornir í bita
avocado
maískorn
svartar baunir
rauðlaukur
sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn
gratínostur frá Gott í matinn
nachos flögur
fersk steinselja eða kóríander

Aðferð

  • Byrjið á því að sjóða hrísgrjón, magn fer eftir smekk.
  • Setjið olíuna á pönnu og hitið vel.
  • Setjið hakkið út á pönnuna og saxið í það með spaðanum. Steikið þar til það er orðið vel brúnt undir, snúið því þá við og veltið á pönnunni.
  • Dreifið kryddinu yfir og blandið vel við hakkið. Setjið vatnið út á pönnuna og hrærið. Lækkið hitann alveg niður og haldið hita á því á meðan grænmetið er skorið.
  • Ég notaði það grænmeti og hráefni sem ég átti til en innihald í burrito skálar er langt því frá að vera heilagt. Magn grænmetisins og hvernig það er skorið er einnig smekksatriði.
  • Setjið grænmetið í skálar ásamt baunum, nachosflögum, osti og sýrðum rjóma.
  • Hver og einn raðar svo í sína skál, ótrúlega einfalt og þægilegt!
Aðferð

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal