Menu
Burrata veisla

Burrata veisla

Hér eru nokkrar hugmyndir að léttum og góðum forréttum þar sem litlu burrata kúlurnar eru í aðalhlutverki. Hver uppskrift miðast við tvo einstaklinga og einfalt að margfalda uppskriftina miðað við þinn fjölda gesta. Hér eru litlu burrata ostarnir notaðir en í hverri dós eru tvær litlar 50g kúlur en einnig er hægt að nota stóra burrata kúlu og skipta henni í tvennt.

Innihald

2 skammtar

Burrata með appelsínum og granateplafræjum

litlar burrata kúlur, ein dós
klettasalat
blóðappelsína
appelsína
granateplafræ
pistasíuhnetur
salt, pipar, olía og balsamik gljái

Burrata með pestó og klettasalati

litlar burrata kúlur, ein dós
grænt pestó
klettasalat
trufflu pestó (eða grænt pestó)
rifsber til skrauts
sprettur til skrauts
grissini brauðstangir eða annað kex

Burrata með pestó og plómum

litlar burrata kúlur, ein dós
klettasalat
plómur, 2-3 stk.
parmaskinka, 4-5 sneiðar
döðlusíróp

Burrata með súrdeigsbrauði og fíkjum

litlar burrata kúlur, ein dós
ristað súrdeigsbrauð
fíkjur
valhnetur
sprettur og ferskt rósmarín
döðlusíróp

Burrata með appelsínum og granateplafræjum

  • Klettsalatinu raðað á disk, appelsínurnar skornar í sneiðar, börkurinn skorinn af og þeim raðað ofan á klettasalatið.
  • Granateplafræjum dreift yfir ásamt niðurskornum pistasíuhnetum.
  • Ein lítil burrata kúla sett í miðjuna eða hann rifinn niður og dreift yfir diskinn.
  • Olía og balsamik gljái sett yfir eftir smekk ásamt smá salti og pipar.
Burrata með appelsínum og granateplafræjum

Burrata með pestó og klettasalati

  • Græna pestóið sett í botninn á glasi eða skál, klettasalatið sett þar fyrir og svo burrata osturinn ofan á klettasalatið.
  • Gott að skera smá gat efst á burrata ostinn og setja trufflu pestóið ofan á ostinn. Það má einnig sleppa trufflu pestóinu og nota sama græna pestóið og í notað var í botninn.
  • Skreytt með rifsberjum, sprettum og grissini brauðstöngum.
Burrata með pestó og klettasalati

Burrata með pestó og plómum

  • Klettasalati raðað á disk, plómurnar skornar niður í sneiðar og steiktar á pönnu á báðum hliðum í nokkrar mínútur, (það má sleppa þessu skrefi)
  • Parmaskinkan hituð í ofni í um 10 mínútur eða þar til skinkan er orðin stökk.
  • Plómurnar settar yfir klettasalatið og parmaskinkan svo mulin yfir.
  • Burrata osturinn er rifinn niður í bita eða settur heill í miðjuna.
  • Toppað með döðlusírópi.
Burrata með pestó og plómum

Burrata með súrdeigsbrauði og fíkjum

  • Brauðið ristað og burrata osturinn rifinn í tvennt og honum smurt á brauðið.
  • Fíkja skorin niður í sneiðar og sett ofan á ostinn ásamt niðurskornum valhnetum.
  • Skreytt með sprettum, fersku rósmarín og toppað með döðlusírópi.
Burrata með súrdeigsbrauði og fíkjum

Höfundur: Helga Magga