Menu
Buffaló marengsísterta

Buffaló marengsísterta

Innihald

12 skammtar

Ísterta innihald

tilbúinn marensbotn (myljið niður)
egg
sykur
rjómi frá Gott í matinn
KEA skyr vanillu
kassar Buffalóbitar eða Rís buff

Skref1

  • Léttþeytið rjómann.
  • Skiljið í sundur eggjahvítu og rauður.
  • Þeytið saman rauður og 2 msk. af sykrinum.
  • Blandið saman við léttþeytta rjómann og vanilluskyrið.
  • Saxið buffalóbitana (eða rís buff bitana) og blandið saman við ásamt ½ marengsinum.

Skref2

  • Hreinsið hrærivélaskálina vel og þeytið því næst saman eggjahvíturnar og 2 msk. af sykrinum.
  • Hrærið eggjahvítunni varlega saman við rjómablönduna.
  • Setjið restina af marengsbrotunum í botninn á forminu. Hellið blöndunni í formið og frystið.
  • Fallegt er að hella súkkulaði yfir tertuna áður en hún er borin fram eða mylja smá súkkulaði yfir hana.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson