Menu
Buffaló blómkál með gráðaostasósu

Buffaló blómkál með gráðaostasósu

Frábær réttur til að deila, hvort sem er yfir góðri bíómynd, uppáhalds sjónvarpsþættinum eða spennandi íþróttaleik. Þessi kemur skemmtilega á óvart, svo prófaðu bara!

Innihald

1 skammtar

Buffaló blómkál:

stór blómkálshaus
hveiti
vatn
salt og pipar eftir smekk
buffalóvængja sósa
smjör
gott að hafa sellerí eða gulrætur með til að dýfa í sósuna

Gráðaostasósa:

sýrður rjómi frá Gott í matinn
gráðaostur
safi úr hálfri sítrónu
salt og pipar

Skref1

  • Ofninn er hitaður í 220 gráður undir og yfir hita.

Skref2

  • Í stóra skál er hveiti, vatni og salt og pipar blandað saman og blómkálsbitunum velt upp úr blöndunni.
  • Blómkálinu er næst raðað á ofnplötu og sett í ofninn í 20 mínútur.

Skref3

  • Á meðan blómkálið er í ofninum þá er smjörið brætt og hot sósunni blandað saman við. Einnig líka fínt að byrja á að útbúa gráðaostasósuna.
  • Næst er blómkálið tekið út og penslað með sósunni og sett aftur inn í ofn í 15 mínútur þar til það hefur tekið smá lit.

Gráðaostasósa

  • Gráðaosturinn er skorinn smátt og honum blandað saman við sýrða rjómann. Sítrónan er kreist yfir og sósan krydduð með salti og pipar að vild.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir