Menu
Bruschetta með hráskinku, klettasalati og rjómaostasósu

Bruschetta með hráskinku, klettasalati og rjómaostasósu

Þetta er virkilega flottur réttur sem forréttur eða smáréttur en einnig afbragð sem aðalréttur með góðu léttvíni. Verði ykkur öllum að góðu!

Uppskrift hentar fjórum.

Innihald

1 skammtar
Súrdeigsbrauð. Einnig hægt að nota snittubrauð.
Hvítlauksrif
Gæða ólífuolía
Hráskinka
Klettasalat
Sítrónusafi
Salt og pipar
Gamli rjómaosturinn frá Gott í matinn
Rjómi frá Gott í matinn
Kjúklinga- eða grænmetiskraftur í duftformi
Rifinn parmesanostur

Skref1

  • Skerið brauðið í sneiðar og grillið á grillpönnu eða í ofni. Alls ekki þannig að brauðið verði hart, aðeins nokkrar mínútur.
  • Skerið hvítlauksrif í tvennt og nuddið sárið niður í brauðsneiðarnar.
  • Dreypið olíu yfir brauðið án þess að spara hana.

Skref2

  • Dreypið olíu yfir salatið og kreistið safa úr hálfri sítrónu yfir, saltið aðeins og piprið.

Skref3

  • Setjið rjómaost í pott, hellið pela af rjóma saman við og bræðið.
  • Smakkið til með salti og pipar og eins er gott að dreifa smávegis af góðum krafti yfir (kjúklinga- eða grænmetiskrafti í duftformi) og hræra þar til mjúkt og áferðarfallegt.

Skref4

  • Nú raðið þið bruschettunni saman: Brauð, salat, hráskinka, sósa og rifinn parmesanostur að lokum.
  • Hráskinkuna er fallegast að krumpa eða rúlla aðeins saman á brauðsneiðinni.
  • Dreypa svo sósu yfir í litlu magni en bera meira fram með.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir