Skref1
					
						- Byrjið á því að útbúa tómatana. 
- Hitið ofn í 120-150 gráður. Hitinn á ofninum verður af ráðast af því hve langan tíma þið hafið til að leyfa tómötunum að vera í ofninum. Best er að gefa þeim góðan tíma og láta þá hægeldast í allt að 2-3 klukkustundir og þá á 120 gráðum. 
- Athugið að það sleppur auðveldlega að hafa ofninn á 170 gráðum og fylgjast vel með tómötunum í klukkutíma ef ekki er lengri tími fyrir hendi.
Skref2
					
						- Skerið tómatana í tvennt, leggið í ofnfast mót. 
- Dreypið vel yfir þá af góðri ólífuolíu, saltið og piprið og stráið örlitlum sykri yfir að eigin vali. 
- Leggið kryddjurtir yfir tómatana. 
- Stingið í ofn. 
- Kíkið reglulega á þá. Kryddjurtirnar brenna auðveldlega ef ofninn er of heitur.
- Best er að gefa tómötunum góðan tíma í ofninum. 
- Þeir eru góðir heitir sem kaldir.
Skref3
					
						- Hrærið öllum hráefnunum saman í salatostakremið.
Skref4
					
						- Skerið brauðið í sneiðar. 
- Stingið undir grill, í heitan ofn eða setjið á grillpönnu. 
- Alls ekki láta brauðið verða hart! 
- Að þessu loknu er hálfu hvítlauksrifi nuddað ofan í brauðsneiðarnar og ólífuolíu dreypt yfir það.
Skref5
					
						- Leggið brauðsneið á disk, smyrjið með salatostakremi, leggið svo tvær salamisneiðar ofan á, salat, þá tómata og rifinn parmesanost. 
- Berið fram og borðið!
            		Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir