Menu
Bruschetta dýfa með rjómaosti

Bruschetta dýfa með rjómaosti

Fersk, fljótleg og fullkomin bruschetta dýfa sem þú verður að prófa!

Ég er búin að sjá margar mjög girnilegar útgáfur af þessum rétti á samfélagsmiðlum og varð að prófa. Þessi útgáfa slær í gegn og tekur enga stund að útbúa. Rjómaosturinn er svo bragðgóður og nú er um að gera að nota vel þroskaða sumartómata, rista brauð og bera fram sem forrétt eða snarl með góðum drykk.

Innihald

1 skammtar
rjómaostur með graslauk og lauk (ein dós)
stórir tómatar eða blanda af litlum og stórum
ólífuolía
balsamikedik
fersk basilíka eftir smekk
salt og pipar
focaccia eða snittubrauð

Aðferð

  • Setjið rjómaostinn í djúpan disk eða skál og dreifið vel úr honum.
  • Skerið tómatana í bita, blandið saman við ólífuolíu, balsamikediki, ferska basilíku og smakkið til með salti og pipar.
  • Hellið blöndunni yfir rjómaostinn og berið fram með grilluðu focaccia, snittubrauði eða jafnvel kexi.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir