Hér er á ferðinni réttur sem er gaman að bera fram í léttu matarboði eða bara til tilbreytingar fyrir heimilisfólkið. Það er afskaplega skemmtilegt að sitja lengi yfir bruschetta barnum og smakka á ólíkum samsetningum og ekki ónýtt að bjóða uppá vel kælt hvítvín með herlegheitunum. Skothelt plan að góðu kvöldi. Uppáhalds samsetningarnar mínar af barnum er að setja saman á bruschettu, þeyttan salatost með sultuðum rauðlauk annars vegar og pestó með hvítlauks sveppunum hins vegar. Svo er gaman að prófa sig áfram með ólíkar samsetningar og gæða sér á því sem er í uppáhaldi.
| ostakubbur eða salatostur | |
| hreinn rjómaostur frá MS | |
| góð ólífuolía | |
| saxaður skallottlaukur | |
| • | sjávarsalt og nýmalaður pipar eftir smekk |
| vænir rauðlaukar | |
| smjör | |
| rauðvínsedik | |
| balsamikedik | |
| hrásykur | |
| • | sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk |
| • | góð handfylli basil og önnur góð handfylli klettasalat |
| lítið hvítlauksrif | |
| furuhnetur | |
| rifinn, ferskur parmesan ostur eða Goðdala Feykir | |
| • | safi úr hálfri sítrónu |
| góð ólífuolía (1,5-2 dl) | |
| • | sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar |
| sveppir | |
| smjör | |
| hvítlauksrif | |
| • | fínt rifinn börkur af hálfri sítrónu |
| sítrónusafi | |
| þurrkað timían (líka hægt að nota ferskt) | |
| • | sjávarsalt og nýmalaður pipar eftir smekk |
| • | snittubrauð, þunnt sneitt, penslað með ólífuolíu og grillað örstutt |
| • | ferskar mozzarellakúlur |
| • | parmaskinka |
| • | sólþurrkaðir tómatar í krukku |
| • | grilluð paprika í krukku |
| • | svartar ólífur |
| • | klettasalat |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir