Menu
Brownie með saltaðri karamellu

Brownie með saltaðri karamellu

Þessi kaka lætur þig fara til tunglsins og aftur til baka! Uppskriftin er frekar stór en auðvelt er að helminga hana. 

Geymið kökuna í kæli en kakan geymist vel í kæli í 4-5 daga.

Innihald

1 skammtar

Botn

Saltkringlur eða saltstangir
Smjör
Dökkur púðursykur

Brownie

Smjör
Sykur
Kakó
Salt
Egg
Vanilludropar
Hveiti
Lyftiduft

Söltuð karamella

Sykur
Smjör
Rjómi frá Gott í matinn
Vanilludropar
Salt eða sjávarsalt

Botn

 • Hitið ofninn í 200 gráður og setjið smjörpappír í bökunarform sem er um 20x30 cm að stærð. Mjög mikilvægt er að hafa smjörpappír í botninum og aðeins upp fyrir brúnirnar svo hægt sé að ná kökunni upp úr forminu sem best.
 • Setjið saltkringlurnar í matvinnsluvél og hakkið þar til þær eru orðnar grófhakkaðar.
 • Bræðið smjörið og hellið saman við ásamt púðursykrinum og látið matvinnsluvélina vinna vel þar til allt hefur blandast vel saman.
 • Setjið saltkringlublönduna ofan í formið og þrýstið vel niður í botninn.
 • Gott er að nota botninn á glasi til þess að jafna út og þrýsta vel niður.
 • Bakið botninn í 7 mínútur, takið formið út og kælið á meðan þið undirbúið kökuna.

Brownie

 • Lækkið hitann á ofninum niður í 180 gráður fyrir kökuna.
 • Setjið smjör í pott og bræðið yfir lágum hita.
 • Þegar helmingurinn af smjörinu hefur bráðnað, bætið þá kakói, sykri og salti saman við.
 • Hrærið allt vel saman og passið ykkur að láta blönduna alls ekki sjóða.
 • Blandan má einnig ekki vera of heit þegar eggin eru sett saman við.
 • Bætið eggjum saman við, einu í einu og hrærið vel á milli.
 • Setjið vanilludropa saman við og hrærið.
 • Setjið því næst hveiti saman við og hrærið vel saman þar til blandan verður mjúk og slétt.
 • Hellið blöndunni yfir saltkringlubotninn og bakið í 30 mínútur eða þar til að tannstöngull kemur næstum því hreinn upp úr miðju kökunnar. Það er allt í góðu og bara betra ef kakan er aðeins blaut þegar hún er tekin út úr ofninum. Takið kökuna út og kælið á meðan þið undirbúið karamelluna.

Söltuð karamella

 • Það er mjög mikilvægt þegar maður gerir karamellu að hafa öll hráefnin tilbúin við höndina svo hægt sé að vinna hratt. Þannig heppnast karamellan vel.
 • Setjið sykur í pott yfir meðalháum hita og hrærið stanslaust með viðarsleif. Sykurinn fer í harða köggla en það lagast þegar hann hitnar frekar og verður að vökva. Hrærið stanslaust hérna og passið að sykurinn brenni ekki, ef ykkur finnst hitinn of hár er gott að lækka undir pottinum.
 • Þegar sykurinn hefur bráðnað alveg og er orðinn gullinbrúnn, bætið þá smjöri saman við og hrærið vel.
 • Blandið því næst rjómanum varlega saman við, smá og smá í einu og hrærið vel.
 • Takið pottinn af hellunni og blandið saman við vanilludropum og salti.
 • Leyfið Karamellunni að kólna þar til hún hefur náð stofuhita áður en þið setjið hana yfir kökuna.
 • Hellið síðan karamellunni yfir kökuna, myljið sjávarsalt yfir karamelluna og setjið inn í ísskáp.
 • Kælið kökuna í rúmlega 2 klst. áður en þið berið hana fram. Gott er að setja beittan hníf undir heitt vatn áður en þið skerið kökuna svo að þið fáið fallegar sneiðar. Einnig er gott að skera með hníf meðfram köntum formsins því kakan situr föst í forminu. Skerið að vild og njótið!

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir