Menu
Brownie með bökuðu rjómaostakremi

Brownie með bökuðu rjómaostakremi

Tvær kökur í einni, súkkulaði og rjómaostur – það getur ekki verið annað en fullkomið. Þessi kaka er mjög vinsæl að bjóða upp á við hvaða tilefni sem er hvort sem það er með sunnudagskaffinu eða í saumaklúbbnum.

Kakan þarf aðeins að kólna eftir að hún er bökuð og ef ekki á að bera kökuna fram strax er upplagt að frysta hana. Hún smakkast alltaf jafn vel.

Þessi uppskrift dugar í tvö minni springform eða í eitt minni skúffukökuform. Njótið vel.

Innihald

12 skammtar

Browniebotn:

Suðusúkkulaði
Smjör
Flórsykur
Egg
Hveiti
Salt á hnífsoddi
Vanillusykur

Rjómaostakrem:

Gamli rjómaosturinn frá Gott í matinn
Flórsykur
Egg
Vanillusykur

Skref1

 • Hitið ofninn í 180 °C
 • Bræðið smjör og setjið suðusúkkulaði saman við.
 • Látið bráðna saman og setjið pottinn til hliðar.

Skref2

 • Þeytið flórsykur og egg saman í hvíta froðu (7-10 mín).
 • Hellið súkkulaðismjörinu saman við eggjaþeytinginn og blandið.
 • Bætið að lokum hveiti, salti og vanillusykri saman við og hrærið.
 • Geymið.

Skref3

 • Þeytið rjómaostinn með flórsykri, eggi og vanillusykri.
 • Þeytið þar til allt hefur blandast vel saman og er orðið kremkennt.

Skref4

Skref5

 • Takið til form (gott er að nota bökunarpappír í formið svo kakan náist auðveldlega úr forminu).

Skref6

 • Hellið til að byrja með súkkulaðideiginu í formið.
 • Skiljið aðeins eftir af deiginu því það er notað ofan á rjómaostakremið.
 • Hellið svo rjómaostakreminu yfir súkkulaðikökudeigið.
 • Og síðast er afganginum af súkkulaðikökudeiginu hellt yfir. Auðvitað er líka hægt að hella minna eða meira af hverju deigi eins og manni sýnist.
 • Notið t.d. gaffal til að „draga“ í deigið og gera mynstur.

Skref7

 • Bakið kökuna neðarlega í ofninum í um 20-25 mínútur. það er í góðu lagi ef hún er smá óbökuð í miðjunni.
 • Látið kökuna kólna vel áður en hún er borin fram.
 • Það er gott að geyma þessa köku í frysti.
 • Berið kökuna gjarnan fram með ferskum berum og þeyttum rjóma.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal