Menu
Brönsbaka með Óðalsosti, Dijon sinnepi, skinku og eggjum

Brönsbaka með Óðalsosti, Dijon sinnepi, skinku og eggjum

Þessi uppskrift dugar fyrir fjóra og er fullkomin fyrir helgar brunchinn.

Hér er svo um að gera að prófa sig áfram. Til dæmis er gott að bæta við nokkrum smjörsteiktum sveppum í sneiðum, aspas eða öðru grænmeti.

Innihald

1 skammtar
vænar brauðsneiðar súrdeigsbrauð (upplagt að nota dagsgamalt eða jafnvel eldra brauð sem hefur aðeins þornað)
egg
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
Dijon sinnep
rifinn Óðalsostur
salt og pipar
silkiskorin skinka

Skref1

  • Hitið ofn í 170 gráður með blæstri, annars 190 gráður.

Skref2

  • Rífið brauðið í grófa bita og raðið í smurt eldfast mót.
  • Skerið skinkuna í strimla og dreifið yfir.
  • Pískið saman egg, rjóma, sinnep og kryddið með smá salti og pipar.
  • Bætið ostinum saman við.
  • Hellið þessu yfir brauðið og skinkuna og látið standa í 5-10 mínútur þannig að brauðið nái að draga vökvann aðeins í sig.

Skref3

  • Bakið í 35 mínútur eða þar til gullinbrúnt og eldað í gegn.
  • Stráið að lokum smá steinselju yfir.
  • Það er afar gott að bera bökuna fram með fersku tómatasalati.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir