Brauðsúpu búðingur fyrir 6 manns:
Rúgbrauðið er bleytt upp í maltöli.
Rjómi, mjólk og sykur soðið saman og bætt saman við maltölið og rúgbrauð.
Eggjarauðum bætt við, sett í hæfilegar skálar og bakað við 110 gráður í ofni í 30 til 60 mín eftir stærð formanna.
Sítrónu- og rúsínusulta:
Rúsínurnar eru soðnar upp í 100 ml af vatni, sítrónusafanum síðan bætt út í. Rúsínurnar eru síðan maukaðar í matvinnsluvél og borið fram með búðingnum.
Þessi uppskrift vann til verðlauna í keppninni 'Þjóðlegir réttir á okkar veg' sem haldin var af Matarauði Íslands og Hótel- og veitingaskólanum vorið 2018.
| maltöl | |
| rjómi | |
| mjólk | |
| eggjarauður | |
| sykur | |
| seytt rúgbrauð |
| safi úr tveimur sítrónum | |
| rúsínur |
Höfundur: Nemendur í Hótel- og matavælaskólanum