Menu
Brauðréttur með ostafyllingu og snakki

Brauðréttur með ostafyllingu og snakki

Innihald

8 skammtar
pylsubrauð

Fylling:

sveppir (10-15 stk.)
gul paprika
rauð paprika
mexíkóostur, rifinn
smurostur með sveppum
skinka
rjómi frá Gott í matinn
grænmetisteningar
smjör til steikingar

Toppur:

poki rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn
snakkpoki

Aðferð

  • Grænmetið er skorið í smáa bita, sett á pönnu og steikt upp úr smjöri ásamt skinkubitunum.
  • Smurostur, rjómi, mexíkóostur (gott að rífa ostinn niður) og gænmetisteningar hitaðir í öðrum potti þar til allt hefur bráðnað og samlagast.
  • Pylsubrauðin eru skorin í tvennt, þannig að tveir ,,bátar” myndast. Fyllingin sett ofan á hvern bát og rifinn ostur þar yfir.
  • Þá er hver bátur skorinn í þrennt en reynt að halda löguninni.
  • Hitað í ofni við 180°C hita í 5 mínútur, tekið út, snakkið sett yfir og hitað aftur í um 3 mínútur.
  • Sett á fallegan bakka og borið fram.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir