Menu
Brauðbollur og bollukrans

Brauðbollur og bollukrans

Virkilega góðar brauðbollur sem gott er að bera fram með kjötbollum í ostasósu.

Innihald

1 skammtar
Ylvolgt vatn
Nýmjólk
Þurrger
Sykur
Salt
Smjör, brætt
Egg, annað til penslunar
Hveiti (um 8-10 dl)

Skref1

  • Hrærið mjólk og vatn saman í skál.
  • Setjið þurrger saman við.
  • Hrærið þar til freyðir.
  • Látið þá sykur, salt, 1 egg og brætt smjör (passa að það sé ekki of heitt) út í.
  • Hrærið.

Skref2

  • Setjið hveitið saman við smátt og smátt.
  • Hrærið og hnoðið þar til þið hafið óklístrað deig.
  • Þið gætuð þurft minna eða meira hveiti.
  • Hnoðið í stutta stund.
  • Leggið deigið aftur í skálina og breiðið hreint þvottastykki yfir og látið hefast á hlýjum stað í 40 mínútur.

Skref3

  • Skiptið deiginu í 22 bita og mótið bollur.
  • Látið hefast í 20 mínútur.
  • Penslið með þeyttu eggi og bakið í 15-20 mínútur við 200°.

Bollukrans

  • Fyrir sérstök tilefni er gaman að raða bollunum upp í fallegan krans.
  • Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og setjið hringlaga eldfast mót í miðjuna.
  • Gott er að mótið sé um 8-10 cm í þvermál.
  • Raðið átta bollum í kringum mótið.
  • Passið að þær snerti hvorki mótið né hver aðra.
  • Raðið restinni af bollunum fyrir aftan þessar átta og gætið þess að þær komi ekki við hver aðra.
  • Látið hefast í 20 mínútur.
Bollukrans

Höfundur: Erna Sverrisdóttir