Menu
Brauðbollur með bökuðum Brie

Brauðbollur með bökuðum Brie

Dúnmjúkar brauðbollur og dásamlegur Dalaostur - er hægt að biðja um eitthvað betra? Þessi skemmtilega framsetning hentar vel bæði hversdags eða til hátíðarbrigða, á hvaða veisluborð sem er.

Innihald

1 skammtar

Brauðbollur

mjólk
smjör
sykur
ger
heitt vatn
egg
salt
hveiti
egg (hrært og penslað yfir bollurnar)
sjávarsalt ofan á bollur

Bakaður Brie

Dala Brie
ferskt rósmarín
fersk steinselja
timjan greinar
ferskt óreganó eða krydd
sjávarsalt
ólífuolía
rauðvínsedik (vinegar)
smá pipar

Skref1

 • Hitið mjólkina við meðal háan hita þar til hún er alveg að fara sjóða.
 • Takið þá pottinn af hitanum og bætið smjöri og sykri saman við. Geymið þó 1 msk. af sykri til þess að blanda saman við gerið.
 • Hrærið þar til smjörið hefur bráðnað alveg og sykurinn blandast vel saman við.
 • Hitið vatn, passið þó að vatnið sé ekki sjóðandi heitt og hægt er að dýfa fingri ofan í vatnið án óþæginda.
 • Setjið gerið saman við ásamt 1 msk. af sykri og hrærið saman.
 • Látið gerið standa í rúmar 10 mínútur eða þar til það er farið að freyða.

Skref2

 • Blandið gerblöndunni og mjólkurblöndunni saman í skál ásamt eggjum, salti og hveiti.
 • Hrærið á litlum hraða þar til allt hefur blandast vel saman og deigið hefur myndað stóra þétta kúlu. Hnoðið deigið í hrærivélinni í rúmar 5 mínútur.
 • Setjið deigið í skál með loki eða rökum klút yfir og látið standa í rúma klukkustund. Því lengur sem deigið stendur því betra.
 • Þegar deigið hefur lyft sér þá þarf að hnoða það til þess að losa loft sem hefur myndast við hefingu.
 • Skiptið deiginu niður og myndið litlar kúlur úr deiginu.
 • Deigið ætti að duga í 40-45 litlar bollur.

Skref3

 • Setjið Dala Brie á bökunarplötu með smjörpappír.
 • Raðið brauðbollunum hringinn í kringum ostinn. Gerið tvöfalda röð af brauðbollum, eða eins margar og þið viljið. Þær bollur sem ekki raðast í kringum ostinn má baka á auka plötu.
 • Hrærið eitt egg vel í skál og penslið egginu yfir bollurnar.
 • Stráið salti yfir bollurnar og örlítið af rósmarín.
 • Gott er að leggja hreint viskastykki yfir bollurnar og láta þær standa yfir í rúmar 15-30 mínútur áður en þið bakið þær.

Skref4

 • Áður en þið bakið ostinn og bollurnar þarf að blanda kryddblönduna sem bakast með ostinum.
 • Saxið fersku kryddjurtirnar smátt niður og blandið saman við ólífuolíu og rauðvínsedik.
 • Kryddið með salti og pipar og hrærið vel saman. Setjið helminginn af kryddblöndunni yfir ostinn.
 • Hitið ofninn í 180 gráður og bakið bollurnar og ostinn í rúmar 20 mínútur eða þar til bollurnar eru orðnar fallega gylltar að lit.
 • Þegar bollurnar eru tilbúnar er restinni af kryddblöndunni helt yfir ostinn og hann hrærður saman við.
 • Best að njóta á meðan osturinn og bollurnar eru heitar og góðar.
 • Deigið má gera daginn áður og geyma inni í kæli eftir hefingu.
 • Skreytið með fersku rósmarin og t.d. granateplum.
Skref 4

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir