Menu
Brauð með Óðals Hávarði, hleyptu eggi og avocado

Brauð með Óðals Hávarði, hleyptu eggi og avocado

Ef þú vilt gera vel við þig og þína þá mælum við með þessari uppskrift! Óðals Hávarður í sneiðum er þægilegur í notkun og færir brauðsneiðina þína upp á næsta plan. Við mælum með að þú prófir!

Innihald

1 skammtar
súrdeigsbrauð
Óðals Hávarður í sneiðum
avocado í sneiðum
klettasalat
mulið beikon
hleypt egg
salt og pipar

Skref1

  • Steikið beikon þar til stökkt og leggið á pappír til að ná fitunni úr, myljið niður og leggið til hliðar.

Skref2

  • Skerið avókadó í sneiðar og takið til klettasalat.

Skref3

  • Útbúið hleypt egg og leggið til hliðar á pappír.

Skref4

  • Steikið brauðsneið upp úr smjöri og raðið álegginu síðan á hana í eftirfarandi röð: Ostur, klettasalat, avókadó, hleypt egg, mulið beikon, salt og pipar.
  • Vert er að taka fram að Óðals Hávarður bar áður nafnið Óðals Havarti.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir