Menu
Brakandi súkkulaðimús með Oreo og rjóma

Brakandi súkkulaðimús með Oreo og rjóma

Ómótstæðilegur eftirréttur fyrir sex manns.

Innihald

1 skammtar

Dökkt súkkulaði
Skyndikaffi
Eggjahvítur
Sykur
Oreo kexkökur
Rjómi frá Gott í matinn
Smjör

Skref1

  • Bræðið smjörið og súkkulaðið saman í potti yfir meðalháum hita og hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað alveg.
  • Bætið kaffinu saman við og hrærið.
  • Látið súkkulaðið kólna á meðan þið undirbúið rest.

Skref2

  • Hrærið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan er orðin stíf líkt og marengs.
  • Blandið súkkulaðinu varlega saman við og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.

Skref3

  • Sprautið súkkulaðimúsinni jafnt í glösin og setjið inn í ísskáp í minnst 2 klst.
  • Grófsaxið Oreo kexkökurnar og setjið ofan á músina, þeytið rjóma og sprautið honum yfir Oreo kexið.
  • Skreytið með restinni af Oreo kexinu.
  • Geymist í kæli þar til borið er fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir